mánudagur, 14. júní 2004

Gamla bókasafnið

Gamla bókasafnið gegnir stóru hlutverki í hafnfirsku menningarlífi. Í kvöld voru vel heppnaðir tónleikar þar. Hljómsveitirnar Rain, stúlknasveitin Barbarella , Fjöllistahópur Mujaffa, voru meðal þeirra sem létu ljós sitt skína, allt saman ungt og efnilegt listafólk.
Gamla bókasafnið er vettvangur unglista og sem slíkur afar mikilvægur þar sem ungu og efnilegu listafólki af ýmsum sviðum gefst tækifæri til þess að koma fram með list sína og stíga sin fyrstu spor á listabrautinni.
Fínir tónleikar, flott listafólk og fullt hús. Veit bara á gott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli