Besta bíó sem gert er í dag
gerir Gunnar B Guðmundsson og hans lið í "Þeim tveimur". Brá mér sem sagt á menningahátíðina Bjarta daga í gær, nánar tiltekið í Bæjarabíó og sá í annað sinn hina rómuðu og verðlaunuð Karmellumynd.
Aðalatriðið var hins vegar frumsýning á kvikmyndinni "Konunglegt bros". Frábær (heimildar)mynd um hinn afar sérstaka "fjöllistamann" Friðrik Friðriksson og um leikstjóra heimildarmyndarinnar sem missir sig í þær pælingar að toppa fjöllistamanninn í gjörningum. Frábær mynd, þó svo að hún sé "skotin" í vídeó, flott hugmynd sem gerir sig vel.
Bíð eftir að kvikmyndasjóður fari að gjóa augunum hingað suður í Hafnarfjörð, það er löngu tímabært að Gunni og félagar geri "eina með öllu". Vona að þess verði ekki langt að bíða, mæti á svæðið þegar að því kemur og veit að þar verður bíó á heimsmælikvarða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli