miðvikudagur, 30. júlí 2003

Dýr yrði Hafliði allur

Dýr yrði Hafliði allur
Hef verið í heimildaröflun, undafarið vegna mastersritgerðar sem ég vinn að um þessar mundir. Ætlaði að skreppa til Ísafjarðar í þrjá daga í þeim tilgangi , taka viðtal við Björn Helgason kollega minn og skanna hið ágæta skjalasafn þeirra Ísfirðinga.
Bíltúr og svefnpokagisting í Önundarfirði var planið. En aldrei þessu vant kom babb í bátinn.

Minn ágæti bíll bilaði og varhlutur ekki til í landinu? Leitaði því á náðir Flugfélags Íslands og Hótels Ísfjarðar. Lítið mál tæpar 10.000 krónur flugið aðra leið og nóttin á hóteli 14.000. Þriggja daga ferð á krónur 48.000. Nei takk, ómögulega sagði ég og fór hvergi enda launakjör opinberra starfsmanna ekki með þeim hætti að þeir geti leyft sér "luxús" af þessu tagi. Hugsaði til landbyggðarinnar sem á engra kosta völ nema flugið yfir vetrarmánuðina - þvílíkur dreifbýlisskattur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli