Kaffi Cultura - Frábær Jazz
Brá mér á Jazztónleika í Alþjóðahúsinu á föstudagskvöldið. Fínir tónleikar en þar komu fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Jón Páll Bjarnason gítarleikari. Haukur Gröndal saxafónleikari og Morten Lundby Kontrabassaleikari. Ragnheiður er af góðu einu kunn í tónlistinni en fyrst er að nefna að hún sigrað á söngvakeppni Samfés ( Samtaka félagsmiðstöðva) fyrir nokkrum árum en er sennileg þekktust fyrir að syngja í undakeppni Evrópu söngvakeppninnar í ár. Skemmst er hins vegar frá því að segja að hér er á ferð afburðar Jazzari sem svo sannarlega á framtíðina fyrir sér, sem og allt það fólk sem með henni spilaði. Jón Páll, sá snjalli gítarleikari, spilar því miður allt of sjaldan hérlendis. Sem sagt frábærir tónleikar í Cafe Kultura í Alþjóðahúsinu. Bíð spenntur eftir hljómdisk frá þessum frábæru listamönnum sem ku vera væntanlegur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli