Af foringjum
Jæja þá eru línur að skýrast í skipulagsmálunum . Það eru nokkur mál sem Gestur Jónsson mun fara yfir í næstu viku og athuga réttarstöðu viðkomandi félagsmanna. Meðal þeirra eru mál undirritaðs en þannig háttar til að verkalýðsforingjar eru líka venjulegt fólk sem hafa m.a. lifibrauð sitt af embættismennsku. Hitt er annað mál að formaður á engra kosta völ þegar út í átök eru komið aðra en þá að standa vörð um hagsmuni sinna félagsmanna. Það þýðir ekkert að fela sig bak við hurð , maður tekur slaginn og veður í ölduna ef því er að skipta. Hins vegar verða verkalýðsforingjar að geta treyst á það að greinarmunur sé gerður á verkum þeirra sem verkalýðsforingja og þeirra verka sem viðkomandi inna af hendi sem embættismenn. Það hefur ekki komið oft fyrir að svo sé, en því miður átt sér stað.
Að greina á milli hlutverka og meta fólk af verðleikum óháð hinum ólíku hlutverkum er lykilatriði í öllum samskiptum milli aðila.
Í einhverri hrinu fyrir nokkrum árum þá var komin einhver sú tóntegund í samskipti aðila sem varð til þess að formaður, varaformaður og gjaldkeri voru ráðnir með formlegri gerð í lítil starfshlutföll hjá félaginu í þeim eina tilgangi að tryggja þeim félagsaðild að félaginu óháð sínum eignlegu störfum hjá bæjarfélaginu. Með þessu er tryggt að þó svo að viðkomandi sé sagt upp sínu eiginlega starfi þá er málið ekki þess eðlis að þar með sé forystumanni verkalýðsfélags einnig sagt upp.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli