Háu launin í Hafnarfirði ?
Í síðasta Fjarðarpósti segir ( samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar ) að meðaltalsárslaun hafnfirskra bæjarstarfsmanna ( 2.834 þús) séu hærri en í Kópavogi (2.396 þús) og á Akureyri ( 2.530 þús) vissulega rétt en..........
Afar villandi
samanburður verð ég að segja því ef við miðum við að þjónusta þessara þriggja bæjarfélaga sé nokkuð sambærileg þá eru við hafnfirðingar lang fámennastir með aðeins 928 starfsmenn. Í Kópvogi eru starfsmenn 26% fleiri eða 1173 talsins og á Akureyri eru starfsmenn 12 % fleiri en hér í firðinum eða 1040. Kópavogur er ekki 26% stærri en Hafnarfjörður og Akureyri er ekki 12% stærri en Hafnarfjörður.
Heildarlaunakostnaður lægstur í Hafnarfirði
Ef við berum saman heildarlaunakostnað á sambærilegum grunni þá er launakostnaður Hafnarfjarðarbæjar 2.629.952 þús, Kópavogs 2.810.508 þús, og Akureyrar 2.631.220 þús
Miðað við afköst og fjölda ættum við að vera 9.35% hærri í meðaltalslaunum
Starfsmenn Hafnarfjarðar eru fámennastir og ættu miða við núverandi fjölda að njóta enn betri kjara einfaldlega af þeirri ástæðu að framleiðin er mun meiri en annarra bæjarstarfsmanna í þessum samanburði. Ættu því að vera 3.028.564 ef miða er fjölda í Hafnarfirði og heildarlaunakostnað í Kópavogi.
Þegar að allt kemur til alls þá á hinn fámenni en dugmikli hópur hafnfirskra bæjarstarfsmanna inni allnokkuð og vantar 9,35% á laun okkar fólks miðið við framleiðni.
Svona er það nú
og ekki er alltaf allt sem sýnist og ekki segja meðaltölin allt. Hitt er deginum ljósara að Hafnafjarðarbær er rekinn með mun minni mannafla en önnur sambærileg sveitarfélög og fyrir minni launakostnað. Væri ekki sanngjarnt að starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar nyti þess að fullu ?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli