Fjörugur aðalfundur
Aðalfundur STH í gærkveldi var hinn fjörugasti. Nýja stjórn skipa þau Árni Guðmundsson félagsmálafræðingur ÍTH formaður. Sigríður Bjarnadóttir skólaliði Víðistaðaskóla, Haraldur Eggertsson starfsmannahaldi , Geirlaug Guðmundsdóttir skrifstofumaður Sólvangi og Hallgrímur Kúld laugavörður Suðurbæjarlaug. Í varastjórn voru kjörin Karl Rúnar Þórsson sagnfræðingur Byggðasafni Hafnarfjarðar og Ásdís Bragadóttir talmeinafræðingur Skólaskrifstofu. Einnig gaf kost á sér í varastjórn Helgi Sæmundsson laugarvörður í Suðurbæjarlaug en hann náði ekki kjöri.
Kjartan Jarlsson Hitaveitu Suðurnesja gekk úr stjórn og er honum þökkuð góð og farsæl störf í þágu félagsins á umliðnum árum
Miklar umræður urðu um starfsmatið eðli málsins samkvæmt og ljóst að félagsmönnum þykir framkvæmdin hafa dregist algerlega úr hömlu. Á næstunni er ráðgert að efna til kynningarfundar um starfsmatið fyrir hinn almenna félagsmann í STH. Einnig urðu miklar umræður um starfsfólk skóla og starfsaðstæður þeirra
Engin ummæli:
Skrifa ummæli