laugardagur, 14. maí 2011

Hekla grunsamleg

Ég veit ekkert um jarðfræði en ég sé drottingu íslenskra fjalla Hekluna úr sveitinni minni í Landsveitinni. Sem ljósmyndaáhugamaður hef ég tekið fjölda mynda af fjallinu. Í fyrra fannst mér ýmislegt grunsamlegt m.a. hve suðurhlíðar fjallsins voru snjóléttar. Spáði gosi í Heklu sem ekki varð en hins vegar fór allt í gang í nágrenninu? Var á ferð um daginn og tók þessa mynd af Heklu úr Flugleiðavél í ca 30.000 fetum. Eins og lesendur síðurnar sjá þá eru suðurhlíðar Heklu óvenju snjóléttar. Þori ekkert að leggja út frá þessu, er sænskmenntaður vandamálafræðingur sem veit ekkert um jarðfræði ... en sem grunar ýmislegt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli