Sæmundur Stefánsson flugstjóri tilkynnti í upphafi ferðar að Gylfi Ernst Gíslason copilot myndi sjá um flugið að mestu leyti enda nauðsynlegt að þjálfa flugmenn með markvissum hætti. Á sama tíma er ég að koma mér upp mínum eigin flugstjórnarklefa í sætaröð 26 A. Er ánægður með þessar nýju innréttingar í Flugleiðavélunum, gott pláss og ekki er afþreyingarkerfið síðra, ekki síst fyrir „flugmann“ eins og mig sem get stillt inn á flugleiðsögukerfi vélarinnar. Sætið við hliðina á mér var laust þannig að ég nýtti tvo skjái undir flugleiðsögn.
Coarinn er góður flugmaður því þrátt fyrir gott veður þá voru samfelld dökk bólstraský frá jörðu í ca 4 -5.000 fet og fullt af smá cummum austur af Keflavík. Í bólstraskýjum er oft mikil kvika og cummarnir eru óvinir okkar „flugmanna“. Coarinn velur að fara bratt upp í flugtakinu og yfir þetta sem tekst með ágætum, farþegar sitja eins og heima í stofu hjá sér og njóta flugsins. Í ca 6.500 fetum slekkur Gylfi á „sætisólaskiltinu“ sem er full snemmt fyrir minn smekk en allt í fínu þar sem hann fór aldrei inn í neina kviku. Ég þurfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu þar sem að veðrið í simmanum mínum var fínt, ég kom mér bara í hæð hægt og rólega og á hagkvæmari máta en kollegar mínir hjá Icelandair þeir Sæmundur kapteinn og Gylfi copilot, slekk á sætisólaskiltinu í 10.000 fetum.
Hitt er svo annað mál að Gylfi tók mig í nefið í farfluginu sem hann flaug í 39.000 fetum og tókst að nýta meðvind sem mér stóð reyndar ekki til boða þrátt fyrir að hafa verið í sömu hæð! Þannig að í rauntíma var ég á eftir þó svo að ég viðurkenni það ekki nema nauðbeygður. Sparnaður minn í flugtaki við bestu skilyrði vó ekkert á móts við meðvindinn sem Gylfi nýtt sér 100% í farfluginu. Ground speed kerfið lýgur ekki, ekki heldur leiðsögukerfið sem maður hefur í fyrir framan sig og ekki heldur simminn. Játaði mig sigraðan og það þrátt fyrir mjög afgerandi flugáætlun mína sem fólst í beinni línu frá Keflavík til Kaupmannahafnar og enga króka.
Þegar að hér er komið sögu þá erum „við báðir“ staddir á svipuðum slóðum rétt undan ströndum Noregs. Ég tel að ég eigi inni smá pásu áður en ég fer að undirbúa aðflug og lendingu. Stilli simmann á aukin hraða. En það verður að segjast eins og er að hin ágæta afþreyingarþjónusta um borð hjá Icelandair sem og hlýlegt viðmót flugliða gerði það að verkum að árvekni mín var ekki með sama hætti og coarans. Þjónusta Hrafnhildar Proppé yfirfreyju og hennar fólks gerði það að verkum að ég sem pilot in command (í simmanum) fékk engan frið fyrir þjónustunni, jafnvel ekki í mínum eigin cockpit, þurfti því að þiggja ýmsar góðgerðir (eða þannig) sem almennum flugfarþegum er boðið upp á, sem var “allt í lagi“ nema hvað!
Í öllum þessum vellystingum ranka ég skyndilega við mér, ég er sem sagt í 39.000 fetum og sé út undan mér Helsingborg í Sverige sem er ekki gott. Eru auðvitað hrein mistök þ.e.a.s. ef maður ætlar að lenda í Köben sem er í ca 35- 40 km fjarlægð. Góðu fréttirnar þær að flugtíminn var ágætur en lengra náði það ekki! En ég hugsa með mér maður verður að halda áætlun, farþegar eru að fara í tengiflug og fleira og ekki síst hugsa um stundvísina. Ákveð því að bremsa snarlega og taka eins fáa hringi og kleyft er og koma mér inn á Kastrup. Sló af, setti spolerana í 100% og dekkin niður til að draga enn frekar úr hraða. Stollaði að vísu fljótlega og lækkaði flugið eins og hver annar flygill. Fékk tilkynningar af og til um að þetta væri ekki sem best fyrir vélina og stefnuviðvörun þar sem hvorki mér (simmflugstjóranum) né farþegum var ljóst um tíma hvert vélin stefndi. Ég var ekkert að ráðfæra mig við flugumsjón CHP eða ónáða þá á nokkurn hátt.
Hafði reyndar áhyggjur af flugi fyrir neðan mig til að byrja með en trafkík var mikil eins og oft er við Kaupmannahöfn. Í ca 16 -17.000 fetum beini ég nefinu niður, gef hraustlega í og tek til við að „fljúga“ að nýju. Frú Proppé, ef hún væri af mínum rafræna heimi, hefði á þessu stigi málsins komið til mín og sagt að þetta aðflug væri, mér sem (simm) flugstjóra til skammar sem og íslenskri flugsögu, ég yrði örugglega rekinn þ.e.a.s. ef mér tækist að komast síðasta spölinn klakklaust. Hún myndi láta vin minn Þorgeir Haralds yfirflugstjóra vita af þessu flugi þ.e.a.s. ef ég sæi ekki sóma minn í því að gera það sjálfur. Get tekið undir hvert orð yfirfreyjunnar. Ég sænsk menntaður vandamálafræðingurinn var komin í mál sem ég réð ekkert við. Tiltölulega einfalt mál, áætlun Icelandair til Köben í tómu klúðri! Ég geri mér jafnframt grein fyrir því á þessum tímapunkti að ég myndi ekki einu sinni vilja vera farþegi hjá sjálfum mér. En hvað með það eftir þessa hræðilegu lækkun eða „aðflug“ er ég komin í 6.000 fet skammt austur af Malmö. Ég sigli í átt að Kastrup lækka flugið enn frekar og kem mér í lokastefnu á braut 22/04 en er of hraður og aðeins of hár – kem inn á ca 175 flýg töluvert inn á braut, sem er ekki gott, bremsa í botn bæði á hjólum og mótorum. Hræðilegu flugi lokið.
Sem betur fer er ég í raunheimum staddur norður af Árósum. Gylfi er aðeins byrjaður að lækka sig og tilkynnir okkur að hann áætli lendingu í Köben eftir ca 25 mín. Landskrona handan Eyrarsundsins blasir fljótlega við og skömmu seinna Malmö. Gylfi tekur fína beygju til vesturs og „smyr“ braut 22/04 með miklum ágætum og af stakri fagmennsku. Frábærri flugferð lokið. Ég þakka Sæmundi og Gylfa „kollegum mínum“ fyrir farsælt flug og segi þeim farir mínar ekki sléttar og rek í stuttum máli raunir mínar í hinum rafrænum flughermiheimum í þessu sama flugi. Játa mig sigraðan og tel frama mínum innan flugsins lokið en fæ ekkert nema fyllsta skilning frá Sæmundi flugstjóra sem telur einsýnt að ég þurfi að æfa mig meira og ekki síst að sýna 100% árvekni alla ferðina. Þakka kollega mínum góð ráð og kveð með virktum.
Fín reisa í öruggum höndum þeirra Sæmundar og Gylfa. Alger óþarfi fyrir einhverja back side drivers eins mig (simmulator captiain) að vera að rembast, maður á bara slaka á og njóta þess að vera í öruggum höndum . Sæmundur, Gylfi, Hildur og þeirra fólk sér um þetta allt saman. Tek mér far með Icelandair að öllu leyti næst og læt þjónustuna og þægindin um borð trufla mig ...verulega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli