mánudagur, 24. mars 2003

Fireworks

Fínn tími hjá Birni á laugardaginn niðri Kennó. Fireworks - ið allt að ljúkast upp fyrir manni hægt og sígandi. Er nánast búin með öll verkefnin í þessari lotu. Bíð aðeins með að birta verkefni 2 hjá Láru þar sem ég er "púkalaus" um þessar mundir en þannig er að góðkunningi minn Bill Gates kemur málum þannig fyrir að ef maður skiptir um tölvu og fær sér t.d Offic XP hugbúnað í stað Offic 2000 þá virkar ekki gamli Tools pakkinn sem er nauðsynlegur. Tools pakkinn inniheldur nefnilega orðabækur, stafsetningar- og málfræði forrit á hinum ýmsu tungumálum. Þegar maður vinnur á vettvangi hins norræna samstarfs og skrifar á sænsku eins og ég geri iðulega þá er Tools- pakkinn algert "möst". Ekki veit ég hve marga pakka ég hef keypti í gegnum árin en þeir eru a.m.k. 3-4 . Kunnugir menn í kerfisfræðunum segja mér það að það sé meira mál að láta þetta ekki ganga upp heldur en hitt. Hins vegar séu það kaupahéðnar sem ráði ferðinni og gráupplagt sé að fá fólk til að kaupa sömu vöruna mörgum sinnum og helst við hverja uppfærslu ef hægt er ." Að kaupa köttinn í sekknum" hefði einhver sagt. Hitt er annað mál að kannski eru það "viðskipti" af þessu tagi sem fengu hinn ofuræsta táning hér um árið til að kasta rjómatertu í Bill Gates .

Engin ummæli:

Skrifa ummæli