þriðjudagur, 18. mars 2003
Ég fæst við kennslu í mínum örfáu frístundum
Ég fæst við kennslu í mínum örfáu frístundum. Þannig er að ég hef kennt samningatækni innan verkalýðshreyfingarinnar til margra ára. ( Sennilega mér að kenna hve laun í landinu er hræðilega lág ) Nú bregður svo við að BSRB er að byrja með nýtt afar metnaðarfullt námskeið fyrir forystufólk sitt. Ekki svo að ekki hafi verið viðhöfð hin bestu námskeið á vegum BSRB áður . Það sem nú ber við er að um er að ræða þrjár þriggja dag staðbundnar lotur og tvær fjarnámslotur og námið fer fram á þremur önnum. Hér er því um nokkuð stórt námskeið sem jafna má við félagsmálskóla. Það sem er nýtt fyrir mér er blessaður Webbinn þ.e.a.s. að verða komin hinum megin við skjáinn sem kennari. Webct virðist við fyrstu kynni vera nokkuð aðgengilegur og mun einfaldari en ég gerði mér í hugarlund. Hins vegar er ég að velta fyrir mér hvernig hægt er að virkja Webbann sem best í fjarnámslotunum. Þátttaka í samningatækninni gerir ráð fyrir 100% virkni þátttakenda. Hugmyndin fyrir utan verkefni að færa hálfkláraðar umræður úr staðbundum lotum yfir á Webbann ? Veit ekki hvernig það gengur því oft þjáist margur maðurinn af ritfælni, en vona samt að það takist. Verð sennilega að skilja við liðið "sjóðandi heitt í hamsi" í þeirri von að það rjúki í Webbann strax og það kemur heim. Alla vega spennandi viðfangsefni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli