sunnudagur, 14. desember 2003

Bæjarstarfsmenn gera sér glaðan dag
Blessuð jólaglöggin eru í hámarki þessa daganna bæjarstarfsmenn á Strandgötu áttu góða kvöldstund saman á föstudag og starfsfólk skólanna hefur verið að hittast undir svipuðum formerkjum undanfarið. Fór að velta því fyrir mér hve andsk.... mikið er til að skemmtilegu fólki meðal bæjarstarfsmanna. Hinn hefðbundni ( en afar mikilvægi ) launablús víkur um stund. Dagsins amstur lagt til hliðar og fólk skemmtir sér nokkuð ærlega.

S.l. ár skrifaði sá sem þetta ritar grein á heimasíðu STH undir heitinu Húsbændur og hjú. Greinin vakti afar sterk viðbrögð má segja að höfundur hafi aldrei fengið jafn mikið hrós og jafn miklar skammir fyrir einn pistil ( Og kallar maður ekki allt ömmu sína í þeim efnum.) Greinin fjallaði um einhverskonar stéttarskiptingu varðandi framkvæmd á jólahlaðborði í ónefndri stofnun hér í bæ.

Hafnfirskir bæjarstarfsmenn eru bæði fáir og illa launaðir en eru jafnframt afar dugmiklir ef marka má statiskik Verslunarráðsins sem hér var gerð skil um daginn. Það er því afar mikilvægt að bæjarstjórnir á hverju tíma sýni hug sinn verki til starfsfólks. Að bjóða starfsmönnum sínum til málsverðar 2 -3 á ári er ein leið til þess, önnur afar góð væri að borga hærri laun og sú þriðja að fara ekki út í einhverskonar skipulagsævintýri og stjórnsýslubreytingar nema að afar vel athuguð máli og í fullu samráð við þá sem það snertir.

En sem sagt gott framtak varðað þeim vegvísi að starfmenn óháð starfi , menntun, kynferði ,þjóðerni , háralit og öllu því sem kann að draga fólk í dilka nú til dags, er látið lönd og leið og markmiðið það eitt að eiga góða kvöldstund saman. Fannst það hafa tekist og vona að svo hafi verið almennt á starfsstöðum bæjarins fyrir þessi jól.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli