Leiðindar Matador
er þetta íslenska efnahagslíf orðið. Bankarnir nánast komnir á tvær klíkur og öll mestu verðmæti leiksins komnar á fárra hendur. Taparar sem fyrr íslensk alþýða. Veit ekki hvert stefnir og hve mikið meira er hægt að kreista út úr spilinu áður en illa fer.
Frelsi hverra - veit það ekki - alla vega ekki launafólks sem hefur þvert á móti fjármagnað ný frjálshyggjuna ótæpilega í formi okurvaxta, þjónustugjalda, ofurverðlags, verðsamráðs og einokunar af margvíslegu tagi, svo ekki sé minnst á þær eigur samfélagsins sem nánast hafa verið gefnar burt í nafni einkavæðingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli