mánudagur, 16. júní 2003

Er starfsmannahald að sliga bæjarfélagið?

Gestur Jónsson
Yndisleg þessi gsm-tækni. sem gerir mann kleyft að vera í sambandi nánst hvar sem er á byggðu bóli. Ekki hefur veitt af því síðustu daganna hér í Vestmannaeyjum og margt verið skrafað og ráðgert. Ljóst er að einhverjir starfsmenn munu ekki lúta tilfærslum yfir í önnur störf. Sérstaklega á þetta við um rekstrarfólkið sem með rétt telur margt hvert að um algerlega nýtt starf sé að ræða og með mun minni ábyrgð en verið hefur. Gestur Jónsson lögfræðingur STH mun fara yfir öll þau mál sem þurfa þykir.

Er starfsmannahald og rekstur að sliga bæjarfélagið ?
Það liggur fyrir að staða bæjarfélagsins er arfa slöpp. Hins vegar er það nokkuð sérstætt að starfsmannhald og rekstur séu að sliga bæjarfélagið? Yfirbygging Hafnarfjarðarbæjar er síst meiri en sambærilegra sveitarfélaga og ekki er hin grjótharða íslenska láglaunapólitík að gera yfirvöldum erfitt fyrir nema síður sé. Undarlegt að menn telji þessi lúsarlaun sé eitthvert afgerandi atriði. Skýringanna er auðvitað að leita hjá stjórnmálamönnum. Hér hafa verið tekar margar rangar og kostnaðarsamar ákvarðanir á umliðnum árum. Vandi Hafnarfjarðar liggur því auðvitað í misheppnaðir fjármálapólitík fremur en rangri stjórnsýslu. Blessaðir stjórnmálamennirnir eiga því allan "heiðurinn" af ástandinu. Bakarinn , smiðurinn, hengingin og stjórnsýslubreytingarnar eiga kannski einhverja samsömun í þessu máli?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli