fimmtudagur, 12. júní 2003

Meira af skipulagsbreytingum

Meira af skipulagsbreytingum
Það var var heitt í kolunum á skólaskrifstofunni í gær. Kynningarfundur um skipulagsmál var á dagskránni og fjarri því að menn væru á eitt sáttir um ágæti tillagnanna. Í máli margra mátti heyra mikil vonbrigði með tillögurnar. Framsögumenn Sveinn Bragarson og Gunnar Beinteinsson máttu því hafa sig alla í frammi en vikust undan fimlega að svara hvað varðar nánari útfærslur. Margt í þessum tillögum þykir fólki þokukennt í meira lagi.

Er staddur á pæjumótinu í Eyjum með dóttur minni . Var vakin snemma dags með símtali (og nokkur önnur fylgdu í kjölfarið) og spurður hvort ég hefði lesið Fjarðarpóstinn.. Fjarðarpósturinn er vissulega fyrstur með fréttirnar. Mér til nokkurar furðu kemur þar fram að til standi að ráða nýjan æskulýðs- og tómstundafulltrúa? Maður er auðvitað orðin ýmsu vanur á langri vegferð í verkalýðsmálum . Við sem í þessu stöndum eru meira og minna með okkur sjálf sem prívatpersónur undir. Hitt auðvitað afar sérstakt að maður lesi örlög sín á síðum blaðanna. Ég kannast ekki við annað en að hafa sinnt starfi mínu sem æskulýðs- og tómstundafulltrúi með ágætum? Velti fyrir mér hvort bæjaryfirvöld eigi í nánara samstarf í þessu skiplagsbrölti sínu við einstaka fjölmiðla fremur en einstaka starfsmenn bæjarins eða stéttarfélag þeirra? Fjarðapósturinn það ágæta blað hefur tvær síðustu vikurnar “skúbbað” í fréttaflutningi sínum af skipulagsbreytingum . Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar bárust hins vegar gögn málsins fyrst í dag 12. júní og eftir að hafa sérstaklega óskað eftir þeim?

Þessir kynningarfundir gefa ekki tilefni til annars en að í mörgu verði að snúast á næstunni. Átt því samtal við Gest Jónsson lögmann STH í dag þar sem mál voru rætt í lengd og breidd. Sem fyrr mun STH standa vörð um réttindi sinna félagsmanna í hvívetna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli