sunnudagur, 22. júní 2003

Fínt golfmót

Fínt golfmót
Fínt golfmót bæjarstarfsmanna á föstudaginn. Þjónustumiðstöðin átti veg og vanda að framkvæmdinni í ár. Varð svo frægur að sjá loksins Karlsen stýrimann þessa frægu og umtöluð dönsku mynd en hún var sýnd í Bæjarbíói á laugardaginn í tengslum við menningarhátíðina Bjarta daga. Skemmtileg mynd. Annars gaman hve þessi menningarhátíð hefur tekist vel og sett svip á bæinn á umliðnum vikum . Flott framtak.

Skipulagsbreytingar
Fæ mikið af samtölum þessa daganna frá bæjarstarfsmönnum sem vilja kynna sér réttindi sín. Það er ekkert launungarmál að margir eru uggandi um sinn hag. Kynning í aðdraganda langrar helgar og keyrslan á málum í gegnum bæjarapparatið þykir mörgum ekki góður fyrirboði. Bæði kom inn í þetta ferli Hvítasunnan og 17 . júní. Með þetta er margir mjög óánægðir.
Eitt stykki bæjarfélag er ekki eins og lítið kompaní úti í bæ því er auðvitað nauðsynlegt að ganga hægt inn um gleðinnar dyr í þessum efnum. Bæjarfélag er ekki fyrirtæki heldur samfélagsþjónusta. Kerfisbreytingar á þeim vettvangi lúta auðvitað allt öðrum lögmálum en hjá harðsvíruðum bíssnesfyrirtækjum.

Mál Jafnréttisfulltrúa fer beint til lögfræðings eftir helgi. Gert er ráð fyrir að það starf verði lagt niður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli