Fundur með bæjarstjóra
Fór á þessa líka fínu tónleika í Hafnarborg í hádeginu. Frábærir listamenn og vönduð efnisskrá. Átti fund með bæjarstjóra um eittleytið þar sem rætt var um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Ákveðið var að ræða mál frekar á næstu dögum.
Línur eru hins vegar að skýrast í málinu og við getum þá einbeitt okkur að því að takast á við þau mál sem uppi eru og hætt að elta flökkusögur. Því miður var kynning á þessum breytingum og umfjöllun í kjölfarið þess eðlis að ætla mætti að breytingarnar væru mun umsvifameiri en efni sanda til. Engu að síður er málið alvarlegt og ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði átt að byrja á þeim enda sem nú stendur út af , starfsmönnum. Ef svo hefði verið er ég viss um að málið hefði þroskast á annan hátt en varð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli