miðvikudagur, 25. júní 2003

Fréttatilkynning STH

Fréttatilkynning
Stjórn Starfsmannafélags Hafnafjarfjarðar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum þ. 25. júní 2003.

Um nokkurt skeið hafa verið í bígerð skipulagsbreytingar hjá Hafnarfjarðarbæ. Ekki virðist að svo komnu máli einfalt að átta sig á upphafi eða endapunkti þeirra mála. Samþykkt bæjarstjórnar frá því í gær virðist einungis vera einn áfangi af fleirum? Nú hefur verið ákveðið að fela sviðum og ráðum bæjarins nánari útfærslu á skipulagsbreytingum. Ljóst er því að vinnuferlið lengist sem verður að teljast afar óheppilegt. Aðstæður af þessum toga hafa í för með sér mikil óþægindi og óöryggi meðal starfsmanna bæjarfélagsins.
Stjórn félagsins skorar því á bæjaryfirvöld að skýra línur hið fyrsta svo koma megi í veg fyrir alkyns óþægindi meðal starfsmanna og ekki síst í veg fyrir flökkusögur af ýmsum toga.
Starfsmannafélagið krefst þess því að fá upp á borðið þær breytingar og tilfærslur sem fyrirhugaðar eru þannig að hægt sé að koma þessum málum í viðundandi horf hið fyrsta. Það getur ekki talist til góðra stjórnunarhátta að halda fjölda starfsmanna í óvissu vikum saman.

Félagið harmar jafnframt þær uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað og bendir á að starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar eru síst fleiri en hjá sambærilegum sveitarfélögum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli