Fundað um skipulagsbreytingar
Mætti á fund hjá Samfylkingunni í gærkvöldi. Mæti reyndar bæði beðin og óumbeðin á alla þá fundi sem ég tel þjóna hagsmunum STH. Hef hins vegar ekkert haft mig í frammi á hinum pólitíska sviði um langa hríð. Á þennan fund þótti mér við hæfi að mæta þar sem hann fjallaði m.a. um fyrirhugaðar stjórnsýslubreytingar og þá í þeim tilgangi að koma viðhorfum Starfsmannafélagsins á framfæri sem og ég gerði. Umræður á fundinum voru málefnalegar og hreinskiptar. Því fer hins vegar víðs fjarri að túlka beri nærveru mína á fundinum sem "heilbrigðisvottorð" á tilvonandi breytingar. Starfsmannafélagið mun sem fyrr gæta ýtrustu hagsmuna sinna félagsmanna í þessu máli sem og öðrum. Afstaða okkar er ljós og viðbrögð okkar verða í samræmi við það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli