sunnudagur, 8. júní 2003

Skipulagsbreytingar hjá Hafnarfjarðarbæ

Skipulagsbreytingar hjá Hafnarfjarðarbæ
Enn eina ferðina er verið að gera skipulagsbreytingar á bæjarkerfinu. Ef mig misminnir ekki þá hafa þrír síðustu meirihlutar gert einhverjar breytingar. Árangur virðist oft á tíðum vera takmarkaður eða misheppnaður, því vart væri endalaust verið að breyta nema ef væri að gamla kerfið virkaði ekki.. Ekki ætla ég að dæma um þessar nýjust hugmyndir enda ekki búin að fá heildarmyndina . Allar svona tilfæringar hafa í för með sér mikið óöryggi meðal starfsmanna.
Ég hef litla trú á ráðgjafafyrirtækjum í þessum bransa. Hver ráðleggur ráðgjöfunum eða er þetta allt upp úr einhverjum amerískum stjórnunarbókmenntun um strúktúra í bandarískum stórfyrirtækjum. Er hinn almenni bæjarstjórnarmaður vel inni í stjórnsýslunni? Veit það ekki? Hef hinsvegar eins og áður sagði efasemdir um þessi mál. Reynslu þeirra sem vinna í kerfinu ætti auðvitað að nýta betur í breytingum af þessu tagi .
STH er auðvitað með viðbúnað og mun bregðast við því sem þurfa þykir með þeim hætti er þjónar viðkomandi félagsmanni best.


2.303% álagning / vextir
Ótrúlegt en satt. Ég hef átt í lítils háttar viðskiptum við S 24 Netbankann. Eftir ágæt viðskipti um nokkra hríð þá kastaðist heldur betur í kekki. Reikningi mínum fylgir kort og mér berst rukkun fyrir endurnýjun þess, sem ég greiði ca tveimur vikum eftir sendingu rukkunarinnar. Skömmu seinna berst mér í póst bréf þar sem ég er krafin um 33 króna greiðslu vega dráttarvaxta, 515 króna "ítrekunargjald", og 245 króna útskriftargjald, eða samtals 793 krónur. Álagning á dráttarvexti sem sjálfur "NET" bankinn S 24 sendir í "SNAIL- mail" (venjulegum pósti) orðin 2.303 %. Ég get ekki staðið í viðskiptum við stofnun af þessu tagi og færði snarlega viðskiptin annað. Einhverjar 8 krónur liggja eftir á reikningum.
Forsíðugrein Hlífarmanna í nýjasta Hjálm fjallar meðal annars um sjálftöku af þessu tagi

Fín forystugrein í Hjálm, blaði Hlífar . 1. tbl 92. árg.
Íslenskir okurvextir heitir hún og þar kemur m.a. fram að vextir á Íslandi er 300 % hærri en víðast hvar í Evrópu. Þetta er fín grein hjá Hlífar fólki og orð í tíma töluð.
Frelsi til okurs, fákeppni fjármálamarkaðarins, miljarðahagnaður bankakerfisins og dapurlegt hlutskipti og varnarleysi launafólks gangvart þessum stofnunum er umfjöllunarefnið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli