miðvikudagur, 11. júní 2003

Skipulagstillögur

Skipulagstillögur
Fór á kynningarfundi um nýtt skipulag í morgun kl 8:30 með starfsmönnum bæjarverkfræðingsembættisins. Ekki verður sagt að ríkt hafi rífandi stemming meðal starfsmanna og þó að fundurinn hafi farið vel fram þá var þungur undirtónn í mannskapnum. Það fannst mér ekki gott því reynslan segir mér að oft hefjast hinar raunverulegu umræður í matartímanum eða kaffitímanum eftir slíka fundi. Auðvitað er best að sem mest komi fram á hinum formlega fundi því að þá eru skilaboð til bæjarstjórnar skýr og hrein. Hitt er annað mál að fólk er að sjá þessar tillögur í fyrsta sinni og því kannski ekki reiðubúið að tjá sig sérstaklega. Einnig er mjög þokukennt á þessu stigi hvar í nýju skipurit fólk lendir. Dagsetningar eru óljósar. Umræðan á því eftir að aukast að næstu dögum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli