... er starfandi í félagsmiðstöðinni Hæðargarði í Reykjavík. Fremstur meðal jafningja í þeim hópi er veðurfræðingurinn góðkunni Páll Bergþórsson fv. Veðurstofustjóri. Hópur þessi, sem samanstendur af baráttuglöðum heldri borgurum, hittist reglulega og leggur á ráðin.
Ekki verður annað sagt en að helsta baráttumál hópsins hafði gegnið eftir a.m.k. í sumar sem sýnir í hnotskurn hverning samtakamátturinn og hin óbilandi barátta skilar verulegum árangri. Eitt besta sumar í áraraðir staðreynd og ekki síst fyrir tilstilli hópsins. Það er því von mín að baráttuhópurinn um bætt veðurfar slaki ekki á í neinu og að við uppskerum fyrir vikið góðan vetur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli