mánudagur, 13. september 2010

Tæknilegt sakleysi en siðferðileg sekt ?

Það dapurlegt að fylgjast með umræðum um niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis. Því miður er  af nægu að taka og ljóst að framkvæmdavaldið og "eftirlitsiðnaðurinn" eins og ýmsir stjórnmálamenn nefndu stofnanir eins og Fjármáleftirlitið,  gjörklikkaði. Æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins ráðherrarnir hljóta að bera ábyrgð a.m.k. er það svo í flestum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og flokkast til siðaðra samfélaga. Umræður um landsdóm bera  hæst um þessar mundir og hver lögfræðingurinn af öðrum dregin fram á sjónarsviðið og engu líkara en að ein alsherjar smjörklípa sé í uppsiglingu.  Nú ber svo við að ekki er hægt að fara eftir orðanna hljóðan í stjórnarskránni m.a. þar sem ákvæðið er svo gamalt og flókið?  Eru lögfræðingar fyrst núna að glíma við torræðan texta. Ég hélt að það væri eitt af aðal viðfagsefnum stéttarinnar? Ekki veit ég hverning þetta endar? Ömurlegast verður ef að menn verða "dæmdir" lagatæknilega saklausir enn af megin þorra almennings taldir siðferðilega sekir. Það yrðu "tæknileg mistök" af versta toga?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli