sunnudagur, 25. september 2005

Bónus fréttir?

Einu sinni voru bara flokksblöð, gufan og ríkissjónvarpið og mikið var nú lífið einfaldara í þá daga. Allavega gat maður gengið að vísu sjónarhorni í fréttflutningi. Þjóðviljinn var eins hann var og Mogginn eins og hann var o.sv fr. Núna er fjórða valdið, eins og gjarnan er sagt um fjölmiðla, í gíslingu viðskiptajörfa, gamalla valdblokka og eða stjórnmálaflokks. Fólk veit ekki upp né niður hvað er hvað, enda ekki nema á færi sérfræðinga að reiða úr eignarhaldi á íslenskum fjölmiðlum og tengdum fyrirtækjum og því vonlaust að greina hagsmuni viðkomandi frá “fréttum”

Öll þjóðfélagumræða verður afar ómarkviss og mótast fyrst og fremst af ítrustu viðskiptahagsmunum. Fjórða valdið í boði Baugs ? eða Símans? Virðist allavega raunin þessa daganna sem sjá má í Baugsmálum.
Mæli ekki með afturhvarfi til gamalla tíma en bendi á augljóst mikilvægi Ríkisútvarpsins í þessu viðskiptafárviðri sem skekur íslenskt samfélag stafna á milli þessi misserin. RÚV er yfir þetta brölt hafði, hefur enga hagsmuni og flytur óháðar og vandaðar fréttir. Kannski er það akkurat þess vegna sem margir úr viðskiptalífinu hafa horn í síðu RÚV. Það er jafnframt af þessum sökum sem RÚV nýtur traust almennings. Lífi hin óháða umræða - Lifi RÚV.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli