þriðjudagur, 27. september 2005

Dallas með verulegum Bónus

Kom að því að við fengum íslenskt Dallas eða fengum við raunveruleikaþátt? Skiptir ekki öllu máli. „Kettir í bólum bjarna” væri fínt nafn á þættina. Fleirtalan helgast af því að maður veit ekki hver er kötturinn og hver björninn, enda fléttan afar margslungin í þessari sögu.

Veit það ekki. Veit þó það eitt að söguþráðurinn verður sífellt æsilegri. Svikin kona , viðskiptaslit, ljúfa lífið, einkaspæjari , undirferli, mútur, lögsóknir, dómsmál, stjórnmálamenn, hótannir, ritstjórar, ómerkilegir blaðamenn, valdablokkir, góðir karlar, einelti, vondir karlar, fórnarlömb, framhjáhald, þjófnaðir, pólitísk plott, hatur, ástarsambönd og ég veit ekki hvað og hvað.

Bíð spenntur eftir næsta þætti sem mun sennilega fjalla um ýmsar aukapersónur. Þátturinn um bankamanninn Sveinþór Grettir Pétursson, sem hittir háskólanemann og listdansarann Natalíu um borð í lystisnekkjunni Garp eftir vel lukkaðan viðskiptafund, verður án efa spennandi.

Held að spennan magnist verulega í næstu þáttum og verði óbærileg þegar að fram í sækir. Sennilegt að Phyrosarsigur verði niðurstaðan í lokaþættinum. Veiti ekki alveg hverjir eru góðu karlarnir og hverjir eru þeir vondu. Sennilega verður afar tragískur endir – Gamall bitur maður eða kona sem situr í slitnum ruggustól í hrörlegri lítilli íbúð í flash backi, hugsandi um velmektartíma á árum áður – of væmið - kannski. Væri sennilega flottara og ekki síst praktískara að stofna til viðskiptahjónabanda eins aðallinn hefur lögum gert og leyst þar með sín mál – Sennilegt, en leiðinlegur endir á annars góðri seríu. En gæti auðvitað verið byrjun á nýrri þáttaröð „Kolkrabbi gengur í hjónaband"

Lífið er lýginni líkast er það sem manni dettur helst í hug þessi dægrin enda stóð ég í þeirri trú að Dallas yrði ekki toppað. Það hefur verið gert með þvílíkum barvör að ég get bara sagt - lifi fatasían sem á sér engin takmörk og er endalaus uppspretta nýrra hugmynda.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli