föstudagur, 3. desember 2010

Merkilegar niðurstöður stjórnlagaþings - Aðferðafræðilegt stórslys

Það er merkilegt að velta fyrir sér niðurstöðum í kosningum til stjórnlagaþings og þá ekki síst kosningakerfinu sem er fjarri því að vera óumdeilanlegt. Í einhverjum tilfellum er um aðferðafræðileg stórslys að ræða. Ef fjöldi atkvæða væri látin ráða þá væru niðurstöður með öðrum hætti eins og sjá má á meðfylgjandi lista. Ekki miklar breytingar en athyglisverðar. Skýringar, svart letur, röðun miðað við heildafjölda atkvæða. Blátt letur, staða á lista og  staða samkvæmt heildarfjöldi atkvæða  og rautt letur,  þeir sem duttu út.


1. Þorvaldur Gylfason        28.807
2. Ómar Þorfinnur Ragnarsson       24.411
3. Illugi Jökulsson                 23.707
4. Salvör Nordal    19.727
5. Freyja Haraldsdóttir       15.404  
5. ( 44. sæti)  Pétur Gunnlaugsson 5.727
6. Silja Bára Ómarsdóttir   13.613
7. Andrés Magnússon        13.518
8. Eiríkur Bergmann Einarsson      13.106
9. Þorkell Helgason             12.729
10. Örn Bárður Jónsson       11.180
11. Þórhildur Þorleifsdóttir    11.156
12. Katrín Fjeldsted               11.154
13. Guðmundur Gunnarsson   10.922
14. Ari Teitsson        10.713
15. Erlingur Sigurðarson 10.245
16. Gísli Tryggvason    9.659
16. (36. sæti)    Pawel Bartoszek  6.532
17. Þorgeir Tryggvason        9.031
17.  (29. sæti)  Arnfríður Guðmundsdóttir 7.276 
18. Katrín Oddsdóttir            8.984
19. Jónas Kristjánsson          8.461
20. Vilhjálmur Þorsteinsson   8.251
21. Jón Ólafsson      7.857
22. Lýður Árnason 7.853
23. Inga Lind Karlsdóttir       7.774
23.   (31. sæti)  Ástrós Gunnlaugsdóttir 7.153
24. Birna Þórðardóttir           7.602
25. Tryggvi Gíslason               7.589

Það sem vekur mesta athygli er sú staðreynd að sá sem nýtur langminnsta fylgis af þeim sem komust inn   (5.727 atkvæði) Pétur Gunnlaugsson nær 5. sæti á listanum, með  rúmlega 30% af atkvæðum miðað við næsta mann og einungis um 20 % af því  atkvæðamagni sem einstaklingur í 4. sæti hefur. Þetta er auðvitað staðfesting á aðferðafræðilegu stórslysi og sýnir veikleika kerfisins þar sem heildarfjöldi atkvæða Péturs dugir einungis í 44. sæti á heildarlistanum.

10 ummæli:

  1. "Þetta er auðvitað staðfesting á aðferðafræðilegu stórslysi og sýnir veikleika kerfisins þar sem heildarfjöldi atkvæða Péturs dugir einungis í 44. sæti á heildarlistanum."

    Þetta er bara rangt. Þarna ertu að gera ráð fyrir því að hver kjósandi hafi verið með 25 atkvæði

    SvaraEyða
  2. Sæll Árni
    Hvar fær maður þessar upplýsingar? Hef verið að leita en finn hvergi þessar upplýsingar sem þú vísar á vef Stjornlagathing.is eða kosning.is eða annarstaðar þar sem ég hef leitað

    Kv Helgi Jóhann Hauksson
    hehau@internet.is

    SvaraEyða
  3. Sæll Árni
    Hvar fær maður þessar upplýsingar? Hef verið að leita en finn hvergi þessar upplýsingar sem þú vísar á vef Stjornlagathing.is eða kosning.is eða annarstaðar þar sem ég hef leitað

    Kv Helgi Jóhann Hauksson
    hehau@internet.is

    SvaraEyða
  4. Common, þetta var bara sú aðferð sem var notuð. Þetta eru ekki hefðbundnar prófkjörsreglur, enda hefði fólk kosið án efa án annan hátt. Það er ekkert slys við þetta og bara spurning um að þú hafir gefið þér tíma til að skilja þær leikreglur sem var spilað eftir.

    Það er ekkert kerfi fullkomið, en í þessu fengum við alla vegana nokkra dreifingu og ekki bara hóp.

    SvaraEyða
  5. Það er enginn galli að röðin sem þú setur á frambjóðendur skipti máli.

    Og ástæðan fyrir þessu er vitaskuld sú að við viljum ekki neyða alla til að velja 25 nöfn. Þá er nefninlega hætt við að kjörsóknin hefði orðið enn þá minni.

    SvaraEyða
  6. Þú reiknar með því að hver kjósandi hafi 25 atkvæði en ekki eitt.

    Því er þetta stærðfræðilegt stórslys af þinni hálfu.

    SvaraEyða
  7. Þetta fólk er handvalið !! Enda voru settar upp talningarvélar.. Allt sem tölva telur er hægt að breyta með kerfisvillu.

    SvaraEyða
  8. Blessaður Helgi þú finnur excel fylgiskjal með þessari frétt á Mbl, þar koma fram allar tölur - fróðleg lesning sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2010/12/02/ekki_nog_ad_koma_oftast_fyrir/

    bkv Árni

    SvaraEyða
  9. Árni, hver kjósandi hafði einungis eitt atkvæði, en til þess að tryggja að hvert atkvæði nýtist sem best að þá fær hann að velja 24 frambjóðendur til vara. Með þessu kerfi nýttist meira en 80% atkvæðanna einhverjum sem náði kjöri.

    Kerfi þar sem hver hefði 25 atkvæði hefði mun fleiri galla. Í því kerfi hefðu atkvæði 497 frambjóðenda fallið niður dauð, og þau atkvæði sem voru umfram það sem þurfti að lágmarki skipta heldur engu máli.
    Þetta ýtir undir að kjósendur reyna að spila á kerfið, t.d.
    Ef allir búast við því að Þorvaldur rúlli þessu upp, þá vill enginn eyða atkvæðinu sínu á hann. Hann fær hvort eð er meira en nóg til þess að komast inn. Ef allir hugsa svona að þá nær hann ekki kjöri.
    eða, ef þér lýst bara á einn frambjóðenda þá þarftu að sætta þig við að aðrir hafi 25 sinnum meiri áhrif en þú.
    eða, ef það er skylda að velja 25 nöfn en þú vilt ekki skemma fyrir þeim frambjóðenda sem þú villt að allra helst komist inn, að þá kýstu kannski lélega frambjóðendur sem þú ert viss um að nái ekki kjöri, nema ef nógu margir gera þetta að þá kemst lélegi frambjóðandinn inn.

    Það er hins vegar enginn hvati í kerfinu sem var notað til þess að reyna að leika á það.
    Þú velur einfaldlega þann sem þú helst villt sjá komast inn hvort sem viðkomandi á lítinn möguleika á að komast inn eða mun líklega fá mun fleiri atkvæði en hann þarf. Varavalið tryggir að atkvæðið þitt nýtist sem best.

    SvaraEyða
  10. Mín skoðun er sú að þegar hlutir eru gerðir flóknari en þeir þurfa að vera þá er eitthvað að s.b.r. flækjustig á fyrirtækjum. K.I.S.S. reglan hefur alltaf dugað mér best.
    Stundum gat maður ekki gert upp á milli manna og tilviljun ein réði hvor yrði ofar á listanum. Ef ég hefði fengið að ráða hefði maður í 1. sæti fengið 30 stig, 2. sæti gefið 29 stig það þriðja 28 stig og svo koll af kolli. Síðan hefði sá sem fékk flest stigin orðið eftstur o.s.fv.
    Ég get ekki séð að það hefði komið verr út.

    SvaraEyða