...með því að fjarlægja áfengisauglýsingar fyrirtækisins úr strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu. Eru fyritækinu til skammar og vanvirða við réttindi barna og unglinga
Forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar var 22. apríl 2008 dæmdur í sekt fyrir að birta áfengisauglýsingar.
"... Samkvæmt framansögðu verður ákærði sakfelldur fyrir að hafa birt auglýsingar á áfengi, eins og honum er gefið að sök, og er brot hans rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu og er refsing hans nú, með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga, hæfilega ákveðin 300.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 22 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Málsvarnarlaun verjanda ákærða, Ólafs Ara Jónssonar hdl., ákveðast 186.750 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og skal ákærði greiða þau. Áður hafði Jakob R. Möller hrl. verið skipaður verjandi ákærða og skal hann einnig greiða laun hans, 124.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Annan kostnað leiddi ekki af rekstri málsins.
Dómsorð
Ákærði, Andri Þór Guðmundsson, greiði 300.000 króna sekt til ríkissjóðs og komi 22 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna.
Ákærði greiði málsvarnarlaun verjanda síns, Ólafs Ara Jónssonar hdl., 186.750 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og málsvarnarlaun verjanda síns, Jakobs R. Möller hrl., 124.500 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. "
Sjá dóminn í máli nr. S-1343/2007 í heild sinni HÉR
Frábært Árni.
SvaraEyðaÞað þarf að veita þeim aðhald sem finnst það í lagi að halda áfengi að unglingum. Þeim liggur svo á að selja meira áfengi að þeim finnst í lagi að brjóta lög.
margrét