þriðjudagur, 8. apríl 2008
Bergþóra Árnadóttir
Brá mér á tónleika s.l. laugardagskvöld í Grafarvogskirkju. Minningartónleika um hinn frábæra listamann Bergþóru Árnadóttur vísnasöngvara. Frábærir tónleikar og ákaflega skemmtilega farið með góða tónlist Bergþóru. Útsetningar fjölbreyttar og frábærar, spilamennskan í algerum sérflokki enda valin maður í hverju rúmi. Birgir Bragason á bassa, Björgvin Gíslason á gítar, Hjörleifur Valsson á fiðlu ásamt fjölda annarra afburðar tónlistarmanna. Sándið fínt og umgjörð öll hin besta. Vona að efnið rati á disk og hvet vin minn Aðalstein Ásberg, ein af skipuleggjendum tónleikanna, sem á og rekur hið framsækna útgáfufyrirtæki Dimmu til þess að gefa þessa tónleika út. Þakka fyrir mig – átti virkilega ánægjulega kvöldstund
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli