laugardagur, 5. apríl 2008

Tími hinna pragmatísku ákvarðana ...

... er runnin upp ef marka má viðbrögð háskólarektors vegna dóms yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Sagnfræðilega sinnaðir uppeldisfræðingar eins og ég eiga vin í fræðunum sem er blessuð tímalínan. Tíminn bæði sá liðni og ekki síst sá ókomni skýrir mörg mannana verk og hugmyndir.

Spurning hvort viðbrögð Háskólarektors hefðu verið með öðrum hætti ef ekki væri önnur mál HH í farvatninu sem snerta Háskólann beint eins og eins og notkun á heimasíðu HÍ í meiðyrðamáli ? Sem gamall verkalýðsleiðtogi veit ég ekki hvaða flóknu lagatæknilegu atriði rektor vitnar til sem koma í veg fyrir að veitt sé áminning? Áminningarferli í kjölfar dómsmáls er afar einfalt ferli. Viðbrögð rektors er því að setja borð fyrir báru þar sem áminning í einu máli leiðir til brottviknar í næsta tilfelli ef upp kemur. Með öðrum orðum hvernig sem mál fara þá mun prófessorinn áfram sinna fræðistörfum við HÍ og í versta falli með áminningu vegna dómsmáls í Bretlandi.

Sennilega eru mál ekkert flóknari en þetta. Prófessorinn mun sem fyrr standa í hugmyndafræðilegum stórræðum, sem er fínt – ekki síst fyrir okkur sem erum vinstra megin við miðjuna því prófessorinn hefur í sinni hugmyndafræðilegu vinnu á sviði frjálshyggjunnar aflað okkar viðhorfum, félagshyggjunnar, fjölmargra talsmanna í gegnum árin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli