Sem ég var að lesa Fréttablaðið í morgun þá rak ég augun í enn eina brennivínsauglýsinguna frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.
Væri vart í frásögu færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að fyrirtækið er nýdæmt fyrir brot á lögum um bann við áfengisauglýsingum? Fyrirtækið sýnir í kjölfarið landsmönnum og íslenskum lögum fingurinn , virðingarleysið algert. Skil svo ekki í Fréttablaðinu eða öðrum fjölmiðlum að birta auglýsingar af þessum toga - vitandi vits að um lögbrot er að ræða.
Undarleg viðbrögð við hegningarlagabroti og hrokakennd í meira lagi - verð ég að segja. Á maður sem manneskja í siðuðu samfélagi að eiga viðskipti við svona fyrirtæki ?– Nei það liggur í augum uppi að slíkt gengur ekki. Siðferðiskennd fyrirtækisins og virðing gagnvart réttindum barna og unglinga er á svo lágu plani að það myndi að öllum líkindum auglýsa áfengi á fæðingardeildinni ef það mögulega kæmist upp með það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli