... verða stundum að fimm hænum. Þann 1. apríl sl. voru tvær fréttir á dagskinnunni. Ein um að Geir vinur minn Bjarnason væri á förum frá Hafnarfjarðarbæ til starfa hjá Lýðheilsustöð og önnur um að ég væri komin í flugnám.
Svo fór eins og mig grunaði að þeir fjölmörgu sem lesa dagskinnuna töldu flugnám mitt vera 1. aprílgabb en hins vegar trúðu því flestir að Geir Bjarnason væri á förum til Lýðheilsustöðvar og hlupu þar með apríl. Svo sterkur er trúnaðurinn að Geir fær enn þann dag í dag hamingjuóskir með nýtt starf en það er ekki nokkur maður sem spyr mig út í hvernig gangi í flugnáminu.
Ég tilkynnti einmitt þann 1. apríl 2007 á dagskinnunni að ég hefði “sökum fjölda áskorana og þar sem að margir hefðu komið að máli við mig” ákveðið að gefa kost á mér í 1. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar fyrir þingkosningarnar. Olli þar með eindæma uppnámi í hreyfingunni var mér síðar sagt. Uppnámi sem ekki síst lenti á ágætri vinkonu minn til margra ára Margréti Sverrisdóttir sem talin var, algerlega að ósekju, vera að hygla "sínu fólki" í Kraganum.
Svona er það nú, alþjólegi hrekkjusvínadagurinn 1. apríl er nýttur til hins ítrasta á þessari dagskinnu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli