mánudagur, 26. maí 2008

Unglingar eru líka fólk

Mikil hiti hefur verið í umræðunni um brettapalla við Víðistaðatún hér í Hafnarfirði . Því miður hafa mál þróast að neikvæða lund og margt sem þar kemur til. Þannig háttar til að hafnfirskir unglingar hafa búið við algert aðstöðuleysi til margra ára. Hafnfirskir brettaunglingar hafa því árum saman þurft að sækja í önnur bæjarfélög til að stunda sitt áhugamál. Þegar að málið kemst loks á dagskrá og unga fólkinu er tilkynnt af hálfu bæjaryfirvalda að nú eigi loksins að gera gangskör í brettamálum og byggja eigi upp veglega aðstöðu þá varð almenn ánægja meðal unglinganna sem sáu loks gamlan draum rætast.

Skömmu eftir þetta birtist umfjöllum í Fjaraðpóstinum (FP) um mótmæli íbúa við Víðistaðtún og frá sjónhorni unglingaanna voru það feikileg vonbrigði og sem túlkuð voru á þann veg að nú ætluð einhverjir íbúar að eyðileggja þetta mál. Margir unglinganna urðu mjög reiðir og einhverjir fóru því miður langt yfir strikið í þeim efnum.

Hitt er svo annað mál sem er ekki gott að í umfjöllum um þetta mál á opinberum vettvangi ber því miður í ýmsum tilfellum á miklum fordómum gangvart ungu fólki. Þegar að umfjöllun er orðin í þessum dúr: “...Flóðlýsing og músík! Stór Reykjavíkursvæðið + erlendir gestir! Það verður nóg að gera við að hringja í lögregluna...” (FP. 15.maí 2008) þá er mál að linni. Brettafólk þarf ekki neina sérstaka gjörgæsluvöktun frekar en aðrir hópar fólks. Brettafólk eru ekki óargardýr fremur en aðrir unglingar. Stundum er eins og við sem eldri erum höfum gleymt okkar eigin æsku. Viðbrögð af þessu toga leysa ekkert en eykur frekar vandann ef eitthvað er. Unglingar eins og annað fólk á rétt á fordómalausri umfjöllun

Ekki þekki ég hina stjórnsýslulegu leið málsins og hvort einhverjir hnökrar voru í því ferli en hvað það varðar þá er ekki við unglingana að sakast ef eitthvað hefur farið úrskeiðis í þeim efnum. Víðistaðatúnið er góður kostur undir garð af þessum toga spurning er því sú hvort ekki sé hægt að færa garðinn innan þess ramma t.d. í nágrenni við skátaheimilið, ef það mætti vera til þess að leysa málið. Sorglegast af öllu er ef málið fer aftur á byrjunarreit. Það eiga a hafnfirskir unglingar ekki skilið og í raun meinlegt að okkar ágæta bæjarfélaga hafi ekkert að bjóða unglingunum annað en að fara með brettin sín í annað bæjarfélag?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli