... var sem kunnugt lögð niður með einu pennastriki. Faglegt mat þeirrar ágætu stofnunnar í efnahagsmálum voru ekki í anda þeirra pólitísku tilfinninga er þá réðu ríkjum. Þáverandi forsætisráðherra sá sér því þann kost vænstan að leggja stofnunina niður. Var í raun álíka gáfulegt og að henda öllum hitamælum á sjúkrahúsum landsins og segja í kjölfarið að heilbrigði landans sé fínt enda samkvæmt pólitískum stefnumiðum ráðandi stjórnmálaflokks.
Við tóku m.a. greiningadeildir bankanna (og skúffa í fjármálaráðuneytinu) sem hafa reglulega gefið út álit um horfurnar í efnahagsmálum. Þær spár hafa eins og dæmin sanna reynst ófullnægjandi og það eilífðar sólskin sem þar er ávallt spáð hefur látið eftir sér bíða, raunveruleikinn, rok og rigning blasir við. Og jafnvel þá stinga menn hausnum í sandinn eins og strúturinn og fjármálakreppan einhverjum vondum mönnum úti í útlöndum að kenna, mönnum sem eru að "leika sér með krónuna" í eigin ágóðaskyni ? – Utanbæjarmenn, eins og slíkir misyndismenn er gjarnan kallaðir í heldri manna byggðarlögum hérlendis.
Vísindi ? – veit það ekki það er svo margt sem breytist – Spádómar um eigið ágæti, eins og greiningardeildir bankanna spá reglulega, er eitthvað sem ekki virkar – verður því sennilega seint flokkað sem vísindi, verður marklaust eins og hver önnur misheppnuð pólitísk ideólogía. Tímar breytast?
Breytta tíma má meðal annars merkja á því að helstu forkólfar frjálshyggjunnar hér á landi hafa tekið til handargagns eitt af helstu einkennum félagshyggjunnar – samhygðina og samhjálpina, aðstoðina við þá þegna samfélagsins sem minna mega sín – okkar minnstu bræður, í þessu tilfelli Hannes Hólmstein. Og þá skiptir ekki neinu máli þó svo að okkar minnstu bræður hafi af fúsum og frjálsum vilja tekið röð frjálsra en óheppilegra ákvarðana sem leiða til væntanlegrar ómegðar viðkomandi. Bjargráðið er að efna til fjársöfnunar fyrir bágstadda, sem er gott og göfugt markmið. Það er reyndar hægt að ná þessu markmiði með öðrum leiðum eins og jöfnun lífskjara og fleira í þeim dúr en það tekur sennilega of langan tíma og leysir ekki bráðavanda.
Hornsteinn frjálshyggjunnar hið algerlega frjálsa val þ.m.t. rit- og málfrelsi er í útrýmingarhættu að sögn forsvarsmanna hjálparstofnunarinnar . Við því þarf að bregðast því allar raddir samfélagsins þurfa að heyrast (með eða án stuðnings hjálparstofnanna) – ekki síst rödd skynseminnar sem ávallt var einkenni þess sem frá Þjóðhagsstofnun hinni sálugu kom – Er ég kannski komin með samsinnunga úr óvæntri átt varðandi hugmyndir mínar um það að til þess að alvöru umræða um efnahagsmál fari fram í samfélaginu, þurfi m.a. að hafa starfandi stofnun eins og Þjóðarhagstofnun var – í útlöndum telja menn slíkt nauðsynlegt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli