þriðjudagur, 1. apríl 2008

Er orðin flugnemi

Lét loksins gamla draum rætast – er orðin flugnemi. Hef þegar tilkynnt vini mínum Þorgeir Haralds að ég komi til starfa hjá Icelandair þegar að öll tilskilin leyfi og próf liggja fyrir. Mun auðvitað fyrst um sinn fljúga Cessnu og, sennilega til að byrja með, sveima í æfingasvæðinu sunnan við Straumsvik. Bið vini og vandamenn hins vegar að venja sig við þá tilhugsun að skammt undan Ingólfshöfða, í rúmlega 30 þúsund feta hæð, heyrist:

Góðan daginn góðir farþegar þetta er flugstjórinn Árni Guðmundsson sem talar. Við erum ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli