þriðjudagur, 8. apríl 2008

Sorry ég svaf hjá systur þinni ...

...er nafn á leikriti sem Flensborgarskóli setti upp í vor. Fínt stykki hjá krökkunum (þó mér sé málið allverulega skylt þar sem sonur minn Freyr Árnason er einn af höfundum verksins) þar sem gert er stólpagrín af staðalímyndum. Temað, hinir gjörkunnu vegir ástarinnar í heimi unglinga. Og ekki nóg með ágæta tilburði margra leikarana, hinar ólíklegustu persónur verksins brustu af og til í söng með góðum árangri. Músíkin var verulega flott, flutt af góðu bandi með “brassi og alles”, alvöru fönk slagarar frá sjöunda og áttaunda áratug síðustu aldar með bráðfyndnum textum í anda verksins. Að sjálfsögðu happy ending en eftir þyrnum stráða vegferð eins og vera ber. Fín sýning, sem fékk fína dóma, enda uppselt á allar sýningar sem í boði voru.

1 ummæli:

  1. já þetta var ótrúlega skemmtilegt, hef það líka frá óháðum aðilum! hahaha
    kv.Ösp

    SvaraEyða