þriðjudagur, 1. apríl 2008

Geir til Lýðheilsustöðvar

Það kom mér ekki á óvart að frétta að fyrirverandi samstarfsmaður minn til margra ára Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi í Hafnarfirði og forstöðumaður þeirra merku (unglinga)menningarmiðstöðvar Gamla bókasafnsins, sé förum og í nýtt starf hjá Lýðheilsustöð.

Þórólfur Þórlindsson forstjóri Lýðheilsustöðvar hefur verið að vinna fínt starf undanfarið og því ekki að undra að hann sækist eftir okkar besta fólki til áframhaldandi uppbyggingar þessarar ágætu stofnunar.

Geir hefur sem forvarnarfulltrúi í Hafnarfirði sýnt í verki hvernig hægt er að nýta rannsóknir til að betrumbæta starf á vettvangi . Hann er sem sagt einn af okkar helstu sérfræðingum á því sviði og sem slíkur afar verðmætur starfskraftur á Lýðheilsustöð. Mér skilst að sveitarfélög komi því til með að geta sótt ráðgjöf til Lýðheilsustöðvar um þessi mál mjög fljótlega. Óska félaga mínum til hamingju með nýtt starf, óska honum velfarnaðar og veit að hann á eftir að standa sig með prýði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli