laugardagur, 11. apríl 2009

Það segir fátt af Sigurði Kára

Þingmaðurinn Sigurður Kári fór mikinn s.l. haust í afar ómaklegri og persónulegri árás á ágætan vin minn og starfstarfsmann til margra ára Ögmund Jónasson. Sigurður sakaði Ögmund m.a. um að notfæra sér BSRB í pólitískum tilgangi. Nú þarf Sigurður Kári endilega að skýra fyrir okkur hvert sé hans álit á því að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (og fyrverandi formaður Vinnuveitaendasambandsins) sé jafnframt formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins?

Spurning er því sú hvort komi fyrst hænan eða eggið - er Sjálfstæðisflokkurinn hluti af "eignasafni" Samtaka atvinnulífsins eða öfugt? Og hvor er að nýta sér hvern eða er þetta sama apparatið allt saman? Veit það ekki en óneitanlega álitið "hagkvæmt" að sami maður gegni þessum mikilvægu hlutverkum? Hvað segir Sigurður Kári?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli