„Vonandi missir Samfylkingin a.m.k. 2 menn í næstu bæjarstjórnarkosningum. Þannig öðlast Hafnfirðingar von um að einveldi Lúðvíks (og Gunnars) ljúki og "lýðræði komist aftur á að nýju" í Hafnarfirði. “ segir Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir stjórnmálafræðingur formaður Fram, sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar á bloggi sínu.
Spurt er: Er það bara kallað lýðræði þegar að sjálfstæðisflokkurinn nær meirihluta í kosningum. Ef meirihluti Hafnfirðinga kýs annan flokk en íhaldið er það þá einveldi sem á ekkert skylt við lýðræði? Í hvaða stjórnmálafræðibókmenntum finnur maður þessum "vísindum" stað. Er það í bréfaskóla Hannesar Hólmsteins?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli