Fékk þessi fínu ráð hjá Sólveigu Friðriks varðandi hvernig maður býr til myndaalbúm í Dreamwever. Reyndist lítið mál þegar að til kastanna kom. Finn ekki samsvarandi kerfi fyrir hjóð og kvikmyndir en er búinn að bjarga því með því að gera millisíður þ.e. efnisyfirlit sem vísar síðan í viðkomandi fæla. Hvað varðar músik og kvikmyndir þá vinnst mér ekki tími til að breyta analog í digital svona 1,2, og 3, þannig að ég afritaði nokkur lög í wma format með Dylan og kvikmyndabút í wmv formati til þess að sjá hvort þetta gerir sig ekki. Það reyndist allt virka.
Ég á hins vegar afar gamla bílskúrsbandamúsík á segulbandi sem ég get fært yfir á minidisk og komið því þannig í stafrænt form og afritað inn á tölvuna en það tekur tíma og eins er með 8mm kvikmyndir sem ég hef aðgang að, þær þarf að sýna á vegg og taka upp með digitalvél og afrita frá henni yfir á tölvu. Það verður ekki gert að sinni þó svo að ég voni að ég geti komið því í framkvæmd fyrr en seinna. Allt eru þetta atriði er tengjast unglingamenningu þess tíma og sögu félagsmiðstöðva.
Er sem sagt að komast á lokasprettinn. Næsta dæmi er að staðsetja vefinn sem undirvef á heimsíðunni hjá mér, en þar ætla ég að geyma hann til að byrja með.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli