Við erum lengi búinn að velta fyrir okkur kaupum á digital myndavél fyrir heimilið. Gamla Minoltan stendur reyndar fyllilega fyrir sínu laus við alla sjálfvirkni og því við engan nema mann sjálfan að sakast ef myndir heppnast illa. Við eigum aðra vél, litla Pentax fyrir abs filmur. Þrátt fyrir góða dóma ( og hátt verð) þá hefur hún ekki staðið undir væntingum. Í vinnunni (Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar) er Cannon EOS vél sem nýtt er til þess að taka myndir úr starfinu og í fyrra keypti stofnunin stafræna Nikon vél 2.1 coolpix. Báðar þessar vélar hafa reynst vel og myndir úr þeim hafa ratað bæði á netið sem og í prentmiðla. Í félagsmiðstöðvum hafa digtalvélar alfarið tekið við af gömlu vélunum , enda mun ódýrara og fljótvirkara en þegar að menn nýttu filmur. Atburðir nánast komnir á netið í beinni.
Eftir mikla yfirlegu varð að ráði að fjárfesta í Olympus C5050 vél sem fannst á vefnum ZDNet Þetta er alhliða maskína sem gefur mikla möguleika og hefur það fram yfir margar vélar að hægt er að vinna með henni án sjálfvirkni, sem gerir það að verkum að ef maður vill taka myndir með sérstakri lýsingu eða áferð þá er það mjög einfalt. Mikil sjálfvirkni gerir allar myndir eins og er því ekki endilega kostur þó svo að það sé þægilegt. Góðar vélar þurfa því að bjóða upp á þessa möguleika, sem og auðvitað mikla upplausn í þeim tilfellum sem þess þarf. Fyrir þau ykkar sem áhuga hafið á ljósmyndun þá er vefurinn hér að ofan hafsjór upplýsinga og ekki síst hvar hægt er að höndla slíkar vélar á sem hagstæðustu verðum
Engin ummæli:
Skrifa ummæli