mánudagur, 12. maí 2003
Jæja þá er búið að kjósa og allir töpuðu
Jæja þá er búið að kjósa og allir töpuðu, sem hlýtur að segja það að 100 % - in nægja alls ekki þegar stjórnmálin eru annars vegar. Gef lítið fyrir varnarsigra út og suður. Sé ekki betur en að % markmið stjórnmálaflokkanna hafi þegar að allt kemur til alls slagað vel á annað hundraðið í %. Og öll megin markmið flokkanna hvað varðar kjörfylgi (og jafnvel önnur markmið hafa því mistekist) Af þessum sökum munu stjórnmálamenn víla og díla út og suður og væntanleg ríkistjórn verður sennilega ekki í nokkru samræmi við niðurstöður og sennilega síst það sem almenningur á skilið. Fylgishrun Sjálfstæðisflokks er þó mesta tapið og ætti að öllu jöfnu að leiða til þess að menn staldri við og hvíli sig um skeið og safni kröftum. Ríflega 51% atkvæðamagn er ekki mikið og stjórnin á því sitt líf fyrst og fremst að þakka ójafnri skiptingu þingmanna fremur en prósentulegum styrk. 34 þingmenn í krafti 51,4% fylgis er afar rífleg nýting á sama hátt og 48,6% gefi einungis 29 þingmenn sem hlýtur að teljast ósanngjarnt. Fólk vill breytingar er augljóst, en hvenær hafa stjórnamálamenn gefið því gaum. Svo virðist vera að flokkar þurfi nánast að þurrkast út til að ganga sjálfviljugir frá borði. Að missa 15- 25 % af eigin kjörfylgi virðist a.m.k. ekki nægja . Hún er skrýtin tík þessi pólitík, ekki satt?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli