Nú er mál ekki flóknari en það að mig vantar góð ráð varðandi Dreamweverinn. Ég hef átt í hinum mestu vandkvæðum með að færa út á vefinn hljóð og kvikmyndafæla t.d. Windows Media Audio V8. Sama hefur verið upp í teningnum varðandi webb album sem ekki fer yfir.
Í fyrstu taldi ég að heimasvæðið væri of lítið (10 mb) en nú er ég búin að láta stækka það upp í 40 mb sem er nokkuð meira en ég þarf undir vefinn. Vandmálið lýsir sér þannig að ADSL tengingin rofnar í miðjum klíðum og ekkert af ofangreindum fælum fer þangað sem það á að fara. Ef einhver þekkir problemið endilega senda mér línu á emailið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli