Þetta undarlega lögmál próflesturs ( þ.e.a.s. að próflestur fari fram í sól og hita og svo hitt að þegar að prófi er lokið þá skelli á með rigningu og roki ) hefur gert það að verkum að fyrirhuguð afrek á sviði golfíþróttarinnar hafa ekki ennþá átt sér stað. Önnur afrek í tilverunni um þessar mundir eru afar óljós eins og t.d. gengi í aðferðarfræðiprófinu megindlega.
Hef eiginlega misst af kosningabaráttunni en finn stemminguna þessa síðustu daga. Ég er sjálfur þess sinnis að tími sé til kominn að gefa hinum pólitíska armi LÍÚ frí næstu árin. Hef í raun aldrei skilið að ráðmenn þessarar moldríku þjóðar, að sögn þeirra sjálfra, geti ekki séð sóma sinn í því að búa okkar minnstu meðbræðrum mannsæmandi tilveru. Sýnir að mínu mati í hnotskurn forgangsröðun í þjóðfélaginu. Gæti haldið lengi svona áfram og ef fólk hefur áhuga í þessum málum þá er 1. maí ávarp formanns STH á heimasíðu félagsins.
Nú gefst tími til að vinda sér í NKN verkefnin. Ég hef verið að vinna í vefnum um félagsmiðstöðvar. Finn hins vegar fáar fyrirmyndir af sambærilegum vef úti í hinum stóra heimi, nema helst vefi sem eru sagnfræðilegs eðlis. Verð í þessum pælingum á næstunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli