föstudagur, 2. desember 2005

Vonbrigði

Neikvæð afstaða bæjarráðs Hafnarfjarðar sem færð var til bókar á fundi ráðsins 2. desember varðandi leiðréttingu á kjarasamningum STH til samræmis við félaga okkar í Kópavogi veldur mér sárum vonbrigðum. Það eru nokkur fordæmi þess að slíkt hafi verið gert og við sambærilegar aðstæður og nú eru uppi.

Finnst þessi afstaða bæjarráðs bera vott um mikla skammsýni. Held að menn átti sig ekki á alvarleika málsins né hvaða skilaboð er verið að senda starfsfólki. Sorglegt mál í alla staði. Sjá nánari umfjöllum á heimasíðu STH www.sthafn.is

Engin ummæli:

Skrifa ummæli