föstudagur, 23. desember 2005

Gleðileg jól

Óska lesendum dagskinnunnar gleðilegra jóla. Þakka viðbrögð sem að öllu jöfnu hafa verði hin jákvæðustu þó svo að auðvitað hafi menn ekki verið á eitt sáttir á stundum og sent mér tóninn. Það er bara fínt og hvet ég fólk til þess að láta álit sítt í ljós ef svo ber undir, rafpóstfangið er hér til hliðar.
Hafnfirðingur
Blað Framsóknarmann barst mér inn um bréfalúguna í gær. Las þar að menn blása til sóknar í komandi bæjarstjórnarkosningum. Formaður fulltrúaráðsins ritar grein eina mikla þar sem nokkrum helstu stefnumiðum er lýst.

Brá nokkuð við lesturinn enda sá ég ekki betur en þarna væru saman komin á einn stað öll helstu vandræðamál síðustu tveggja kjörtímabila og slíkt talið til dyggða og eftirbreytni. Rándýrar einkaframkvæmdir dásamaðar og hópuppsagnir ræstingafólks og launalækkanir í kjölfarið taldar til meiriháttar afreka? Þetta er ekki sami Framsóknarflokkurinn sem ágætur tengdafaðirinn minn talar stundum um. Kannski er sá flokkur ekki lengur til - hver veit?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli