þriðjudagur, 20. desember 2005

Hækkun og lækkun í hafi

Margt kynlegt hendir á leiðinni yfir hafið til Íslands. Körfuknattleiksmenn hafa stundum minnkað á þessu ferðalagi, úr rúmum tveimur metrum niður í nokkuð og jafnvel verulega undir tvo metra? Súrál hækkaði verulega í verði á ferð sinni yfir hafið hér í eina tíð og nú er það blessuð innflutta matvaran sem hækkar sem aldrei fyrr og það þrátt fyrir afar hagstætt gengi íslensku krónurnar?

Þurfum að fá okkar helstu vísindamenn til þess að kanna þetta „phenómen” Gæti hugsanlega verið einhverskonar „Bermúdaþríhyringur” hér í norðrinu sem farið er í gegnum með þessum alvarlegu afleiðingum?

Veit það ekki – sumir segja að hér sé að ferðinni hinn mannlegi breyskleiki sem oftast er kallaður græðgi. Það sé ekkert sérstakt „phenómen” snúist bara um mannlega hegðan sem þykir ekki til eftirbreytni að öllu jöfnu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli