Einkavæðing í Evrópu
Er sem sagt staddur í Luxemburg á tveggja daga fundi hjá EPSU. Á okkar ágæta máli myndi það útleggjast sem Fulltrúaráð Evrópskra bæjarstarfsmannafélaga. En í því sit ég fyrir hönd BSRB.
David Hall frá háskólanum í Greenwich hefur verið að fara yfir þróun þessara mála í Evrópu síðustu árin og margt merkilegt sem hann hefur komist að, m.a.:
Að samningum um einkavæðingu fylgir leynd sem gerir að verkum að almenningur hefur ekki sama aðgang að upplýsingum um t.d. hvernig staðið er að viðkomandi þjónustu. Þ.e.a.s. að almenn upplýsingaskylda gildir ekki þegar að búið er að bjóða út þjónustuna? sérkennilegt í meira lagi.
Að kostnaður og gæði fara saman og gæði eftir einkavæðingu séu betri en verið hefur er fjarri því að vera rétt. Mýmörg dæmi eru um hið gagnstæða, hins vegar eru stjórnmálamenn áfram um að lækka framlög og “spara”. Einkavæðing því sé oftast í raun leið til þessa að minnka raunverulegt þjónustustig og oft á tíðum verulega og spara með því einhverjar örfáar krónur sem þó séu ekki í nokkru samræmi hin raunverulega niðurskurð þjónustunnar.
Fleiri og fleiri dæmi koma upp þar sem samfélagið þarf að endurfjármagna og koma í gang einkavæddri samfélagsþjónustu sem farið hefur á hausinn. Sparnaður því til lengri tíma ákaflega lítill og oft rándýrt fyrir samfélagið, eins og dæmið um gjaldþrot.hinnar einkavæddu Vatnsveitu í Grenoble sýndi glögglega
Hall rannsakaði Farum málið í Danmörku, og eftir nokkrar tilraunir til þess að setja það mál í vísindalegt samhengi án nokkurs árangurs þá kemst hann að þeirri niðurstöðu ; sem er samt sem áður hávísindaleg; að allt sem laut að einkavæðingu í Farum byggði að (ofsa)trúarlegum forsendum fremur en útreikningum um gildi þess að einkavæða og þess vegna hafi nú farið eins og fór.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli