mánudagur, 9. febrúar 2004

Fundur í Víðistaðaskóla & Jazzmessa

Fundur í Víðstaðaskóla
Hélt fund í Víðistaðaskóla með STH félögum. Fórum í gegnum helstu mál og það sem er á döfinni. Fín mæting og góðar umræður. Fleiri fundir af þessu tagi á dagskránni næstu vikur. Þeir vinnustaðir sem óska eftir fund geta haft samband við skrifstofu sími 555 36 36

Brá mér í messu í gær;
Jazzmessu, en verð að viðurkenna að ekki var það nú blessað guðsorðið eitt og sér sem dró mig þangað, enda telst ég vart kirkjurækinn maður. Ágætur kunningi minn Ómar Guðjónsson gítarleikari og bróðir hans Óskar saxafónleikari ásamt píanista einum, léku afburðar fínan jazz í Víðistaðakirkjunni. Frábær flutningur og ekki spillir fyrir að "sándið" í kirkjunni er mjög gott. Hitt er svo auðvitað ekki verra að hlusta á hinn ágæta boðskap kirkjunnar. Hefði kannski verði viðeigandi að hafa vini mína í Mínus með mér , er viss um að drengirnir hefðu bara haft gott af því í öllu tilliti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli