"Mange takk" eins og danskurinn segir
Þakka fólki öll þau jákvæðu viðbrögð og góðar kveðjur sem ég hef fengið vegna umræðna um áfengisauglýsingar í Kastljósi í gærkvöldi sem og vegna áskorunarinnar. Einn hafði þó samband og fannst afar ósanngjarnt að "ráðist" væri sérstaklega á eitt fyrirtæki.
Þeir sem ekki áttu kost á að fylgjast með umræðunum geta nálgast þáttinn hér
Áhrif auglýsinga
Hin ósanngjarna "árás" mín "á eitt fyrirtæki" sýnir í hnotskurn hve auglýsingatæknin er áhrifarík því að ef grannt er skoða þá er hvergi minnst á að sniðganga sérstaklega Egill Skallagrímsson fremur en aðra?
Staðhæfingarnar í auglýsingunni eru:
1. Sniðgöngum auglýstar áfengistegundir....
og síðar
2. ....sniðgöngum fyrirtæki sem þverbrjóta...
Spurning er ekki fullyrðing.
Ég velti hins vegar upp spurningunni hvort Ölgerð Egils Skallagrímssonar sé hafin yfir íslensk lög? Spurningu en ekki fullyrðing.
Boðskapurinn á því ekki síður við um þau fyrirtæki sem þverbrjóta lög um bann við áfengisauglýsingum. Spurningin sem slík er hins vegar fullkomlega réttlætanleg.
Ölgerðin hefur verið dæmd fyrir brot á lögum um bann við áfengisauglýsingum og þar sem fyrirtækið virðist ekki láta segjast, eins og flestar þær auglýsingar sem birst hafa á síðustu dögum bera vott um, þá er spurning um hvort fyrirtækið telji sig hafið yfir íslensk lög auðvitað í fullkomnu samhengi.
Hitt er einnig rétt að mörg fyrirtæki eiga skilið hinn óverðuga sess sem hinn óhressi viðmælandi minn taldi ómaklega veittur Agli Skallagrimssyni einum og sér. En það er önnur Ella.
Umræða um þessi mál víða
Ögmundur Jónasson heldur úti lifandi og góðri heimasíðu ogmundur.is . Ögmundur fjallar þessa daganna um áfengisauglýsingar og tekur dæmi um hvernig fyrirtækið Vífilfell beinir auglýsingum sínum til ungs fólks. Sjón er sögu ríkari sjá hér
Engin ummæli:
Skrifa ummæli