fimmtudagur, 12. febrúar 2004

Skýrari geta skilaboð ekki orðið!

Skýrari geta skilaboð ekki orðið!
Ég vissi að mörgum misbýður allar þessar áfengisauglýsingar. Ég vissi hins vegar ekki hve þetta neikvæða viðhorf er almennt og útbreytt. Þess vegna óraði mig ekki fyrir því hvílíka gríðarlega og snögga dreifingu auglýsingin hér að neðan fékk.
Ég sendi hana frá mér kl 14:01 í gær þann 11. febrúar. Á þessum rúma sólarhring sem liðin er þá hafa þúsundir ef ekki tugþúsundir íslendinga tjáð hug sinn og afstöðu til áfengisauglýsinga með því einu að senda auglýsinguna áfram til vina sinna. Afstaða þjóðarinnar liggur algerlega ljós fyrir - fólk vill ekki þessar auglýsingar.

Mýtan um að einungis sænsk menntaðir vandamálafræðingar og örfáir sérvitringar væru á móti þessum áfengisauglýsingum er sem sagt gjör fallinn -
Þeir einu sem fylgjandi eru áfengisauglýsingum eru greinlega aðeins örfáir áfengisframleiðendur / innflytjendur sem og hagsmunasamtök þeirra. Aðilar sem í krafti gríðarlegs fjármagns auglýsa í miklu trássi við skoðanir megin þorra almennings.

Börn, unglingar, velferð þeirra, frelsi til að vera laus við það áreyti sem áfengisauglýsingar eru, eru hin skýru skilaboð þess mikla fjölda fólks er sendi skilaboðin áfram í dag. Þau skilaboð ber að virða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli